Einkenni ME
Einkennandi fyrir sjúkdóminn eru svokölluð PEM köst (post exertional malaise) þegar einkenni versna eftir líkamlegt, félagslegt eða andlegt álag.
Önnur helstu einkenni eru yfirþyrmandi þreyta eða örmögnun, oft í kjölfar andlegrar eða líkamlegrar áreynslu; svefntruflanir, verkir, minnistruflanir, viðkvæmni gagnvart ljósi, snertingu og hljóði. Erfiðleikar við að standa lengi og stundum jafnvægistruflanir, óregla á líkamshita og líkamsþyngd. Flensulík einkenni sem vara að minnsta kosti í sex mánuði hjá fullorðnum eða þrjá mánuðu hjá börnum.
Virkniaðlögun
betra líf með ME
Bókin er gagnleg öllum þeim sem kljást við veikindi sem valda miklu orkuleysi og þreytu sem og þeim sem eru með langtíma Covid, en er skrifuð sérstaklega með ME sjúklinga í huga.
Virkniaðlögun hjálpar fólki að stjórna daglegu lífi svo það örmagnist síður og nái þannig að lifa fyllra og meira gefandi lífi.
Heimildamyndir og myndbönd

Fréttir
Evrópusamtök ME sjúklinga (EMEA) hafa verið samþykkt sem fullgildur aðili að Evrópsku sjúklingasamtökunum (EPF)
ME félag Íslands er aðili að Evrópusamtökum ME sjúklinga (EMEA) og nýtur þar af leiðandi góðs af eftirfarandi tíðindum: Evrópusamtök ME-sjúklinga (EMEA) hafa verið samþykkt…
Fyrirlestur í Vín: Yfir 70 ME faraldrar
Friðbjörn Sigurðsson læknir á Akureyrarklíníkinni var með fyrirlestur á “Klinisches Symposium zum Thema Postakute Infektionssyndrome (PAIS)“ sem fór fram 12. mars 2025 í Vín. Horfa…
Myndir Unnars fyrir vitundarvakningu 2025
Unnar Erlingsson, hefur gefið félaginu góðfúslegt leyfi til að birta myndir sem hann hannaði fyrir ME vitundarvakningu 2025. Myndmálið er einkennandi fyrir sjúkdóminn, og áhrifaríkir…
Næstu viðburðir
Reykjavíkurmaraþon 23. ágúst 2025
Hlaupum til góðs fyrir ME félag Íslands. Félagið gætir hagsmuna ME og LC sjúklinga – berst fyrir snemmbærri greiningu, aðgengi að réttri heilsugæslu og réttum…
Könnun í gangi á vegum ME félagsins
Það tekur aðeins um 5 mínútur að svara könnuninni. Engum persónugreinanlegum upplýsingum er safnað. Svara könnun