Virkniaðlögun um jólin

ME félagið hefur undanfarnar vikur birt stuðningsefni á samfélagsmiðlum sínum sem ætlað er að styðja fólk með ME og langvinnt Covid í aðdraganda jóla.  Aðventan getur verið krefjandi tími fyrir marga og því skiptir máli að hafa aðgengilegar og hagnýtar leiðbeiningar að virkniaðlögun. 

Í efnisflokkum félagsins má finna ábendingar um virkniaðlögun.  Áhersla er lögð á að skipuleggja orkuna skynsamlega, minnka áreiti og forðast bakslög.  Einnig er fjallað um hvernig má einfalda jólaskreytingar, velja lausnir sem krefjast lítillar orku og gera undirbúning hátíðarinnar léttari. 

Félagið hefur líka deilt ábendingum um hvernig takast má á við boð og viðburði með skýrum mörkum og góðum samskiptum og að það sé alltaf í lagi að segja nei og hvíla sig.

Einnig hefur verið bent á orkusparandi leiðir til jólagjafakaupa, til dæmis stafrænar gjafir, einfaldar lausnir eða að biðja um aðstoð. 

Fljótlega bætist við efni um tilfinningar tengdar jólum.  Margir upplifa sorg, sektarkennd og félagslega einangrun á þessum tíma ársins. 

Stuðningsefnið hefur verið birt á Facebook, TikTok og Instagram reikningum félagsins og er öllum aðgengilegt og það er von okkar að það geti verið ykkur stuðningur. 

Markmiðið er að minna á að það er í lagi að einfalda, forgangsraða og setja eigin heilsu í fyrsta sæti – líka um jólin. 

Scroll to Top