Vinnuhópur stofnaður um þjónustu við sjúklinga með ME, langvinnt COVID, POTS og skylda sjúkdóma

Tilkynning frá Heilbrigðisráðuneyti

Alma D. Möller heilbrigðisráðherra hefur falið landlækni að setja á fót og leiða vinnuhóp til að fjalla um heilbrigðisþjónustu við sjúklinga með sjúkdómaheilkenni sem á ensku kallast post-acute infection syndromes, skammstafað PAIS. Undir þetta falla meðal annars langvinnt COVID, ME-sjúkdómur og POTS en talsverð skörun getur verið þarna á milli og einkenni geta verið afar fjölbreytt og mismunandi. 

Scroll to Top