Við tökum öllu framlagi fagnandi og af þakklæti
Hvort sem það er í eitt skipti eða til lengri tíma.

Verkefni geta meðal annars falist í:
- Þýðingum og yfirlestri á texta
- Að skrifa kynningarefni eða greinar
- Aðstoð við upptökur og myndbandsvinnslu
- Að búa til grafík, myndefni eða myndbönd
- Að deila efni félagsins á eigin samfélagsmiðlum
- Aðstoð við uppsetningu búnaðar á kynningum og fyrirlestrum
- Aðstoð í tengslum við viðburði (t.d. Reykjavíkurmaraþon, jólaboð)
- Þátttöku í hugmyndavinnu og framkvæmd á vitundarvakningum (15. mars, 12. maí, 8. ágúst)
- Sendiferðum eða sinna öðrum hagnýtum erindum
- Finna styrktaraðila, samstarfsaðila eða áhrifavalda
- Aðstoð við hópastarf og jafningjastuðning (t.d. netspjall)
- Ráðgjöf af ýmsu tagi sem gæti nýst félaginu eins og t.d. um markaðsmál eða fjáröflun
Við hlökkum til að heyra frá þér!