Valkröfur fyrir félagsgjaldi í netbanka félagsmanna.
Félagið hefur nú sent út valkröfur í netbanka, til félagsmanna sem hafa ekki nú þegar millifært félagsgjaldið á árinu. Gjaldið er það sama og undanfarin ár eða 2.000 kr.
Félagsgjaldið veitir félagsmönnum meðal annars atkvæðarétt á aðalfundi félagsins sem er fyrirhugaður í apríl og verður auglýstur í tölvupósti þegar nær dregur. Margt smátt gerir eitt stórt og þessi félagsgjöld hjálpa félaginu svo sannarlega í að gæta hagsmuna sjúklinga.
Engin krafa í netbankanum?
Þá getur verið að þú sért með lokað á valkröfur í bankanum. Það gerist ef þú ert með bannmerki í þjóðskrá.
Þá má gjarnan millifæra 2.000 kr. félagsgjald inn á reikning félagsins.
ME félag Íslands
Kennitala: 6503112480
Banki: 101-26-42480