Útgáfuhóf bókarinnar Akureyrarveikin

Útgáfuhóf bókarinnar Akureyrarveikin eftir Óskar Þór Halldórsson var haldið föstudaginn 29. ágúst á Akureyri.

Viðburðurinn var vel sóttur og fluttu þar ávörp, höfundur sjálfur, læknarnir Friðbjörn Sigurðsson og Kristín Sigurðardóttir, Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri og Kristín Sóley Sigursveinsdóttir.

Eyrún Halla Eyjólfsdóttir mætti fyrir hönd stjórnar ME félags Íslands sem sendir Óskari Þór innilegar hamingjuóskir og þakkir fyrir þetta mikilvæga verk sem varpar ljósi á sögulega atburði og tengsl þeirra við ME og langvinn veikindi eftir veirusýkingar.

Scroll to Top