Upptaka frá útgáfuhófi Óskar Þórs Halldórssonar, vegna bókarinnar Akureyrarveikin, er nú aðgengileg á YouTube. Við biðjumst velvirðingar á töfum á birtingu.
Erindi fluttu auk höfundar, læknarnir Friðbjörn Sigurðsson og Kristín Sigurðardóttir, Ásta Þórunn Jóhannesdóttir, varaformaður ME félags Íslands og Sigurður Guðmundsson fyrrverandi landlæknir. Er óhætt að segja að margt sem kom þar fram gefi tilefni til bjartsýni í málefnum fólks með ME og Long Covid.
Tímasetningar hvers erindis má sjá hér fyrir neðan.
Opnunarerindi og fundarstjórn: Jón Baldvin Halldórsson meðeigandi Svarfdælasýsls forlags
3:55 Óskar Þór Halldórsson höfundur bókarinnar
21:50 Krístín Sigurðardóttir slysa- og bráðalæknir
42:40 Friðbjörn Sigurðsson læknir Akureyrarklíníkinni
58:15 Ásta Þórunn Jóhannesdóttir varaformaður ME félags Íslands
1:07:35 Sigurður Guðmundsson fyrrverandi landlæknir
Bókina má nálgast í verslun Forlagsins að Fiskislóð en einnig hjá höfundinum: Óskari Þóri Halldórssyni, s. 898 4294, oskarthor61@gmail.com.