
ME og langvinnt Covid – Kröfulisti EMEA
Í ár vil ME félag Íslands vekja athygli á fjórum atriðum varðandi ME og málefni sem því tengjast.
Fyrst er að nefna myndband sem EMEA birti í tilefni dagsins. Svo kröfulisti EMEA og mál sem er ofarlega á baugi núna, tengsl ME og langvinns Covid. Að lokum deilum við síðu með alþjóðlegu verkefni sem allir geta verið hluti af.
European ME Allience eru samtök evrópskra ME félaga og hefur ME félag Íslands verið hluti af þeim frá 2014.
Activities of EMEA members
EMEA international Awareness Day 2024
Þau báðu öll aðildarfélögin að senda nokkrar línur um það sem efst er á baugi hjá hverju félagi og líka hvað stendur til 12. maí.
ME félag Íslands sagði frá nýstofnaðri deild innan félagsins sem tileinkuð er börnum, unglingum, foreldrum þeirra og forráðamönnum. Stofnfundurinn var í febrúar og hægt að sjá myndbönd frá honum á YouTube rás félagsins.
Kröfulisti
EMEA 2024
Í tilefni dagsins senda þau frá sér áskorun í fjórum liðum til allra landa Evrópu um að stórbæta úrræði fyrir ME sjúklinga á öllum sviðum:
- EMEA hvetur ESB til að hefja samevrópskt átak til að innleiða nákvæma og rétta skráningu á tilfellum ME/CFS, með því að nota nýjustu greiningarviðmiðin.
- EMEA hvetur öll Evrópuríki til að viðurkenna ME sem líkamlegan sjúkdóm og taka mið af flokkun Alþjóðlegu heilbrigðismálastofnunarinnar á honum.
- EMEA hvetur stjórnvöld í öllum löndum Evrópu til samevrópskrar stefnu um samræmda, lífeðlisfræðilega rannsókn á ME.
- EMEA hvetur öll Evrópulönd til að grípa til afgerandi aðgerða við að koma á fót sérfræðigrein fyrir ME/CFS með því að skapa akademískt ráðgjafahlutverk tileinkað ME/CFS og koma á fót að minnsta kosti einni klínískri sérfræðimiðstöð.
European ME Allience eru samtök evrópskra ME félaga og hefur ME félag Íslands verið hluti af þeim frá 2014.


Taktu þátt
World ME alliance viðburður
Í þiðja sinn gefst öllum tækifæri til að taka þátt

Þeir sem vilja geta sett eigin mynd inn í ramma eins og sést hér. Myndirnar fara svo inn á heimasíðu þeirra í tilefni dagsins. #GlobalVoiceForME
Til að breyta myndinni í bakgrunni: 1) velja myndina 2) velja „Style“ flipa í hægri dálki 3) Velja „change image“Meiri texti, ef þörf er á