
Jaðarsetning ME sjúklinga, örstutt fræðslumyndband
Í ár bendir ME félagið á jaðarsetningu ME fólks.
ME sjúklingar eru jaðarsettir í heilbrigðiskerfinu og fá oft rangar meðferðir vegna þekkingarleysis heilbrigðisstarfólks á sjúkdómnum. Rangar meðferðir valda versnun á heilsu.
Nemendur með ME sjúkdóminn eru jaðarsettir í skólakerfinu og fá ekki viðeigandi aðlögun, því að skólastjórnendur fá ekki fræðslu um þeirra fötlun, sem hefur valdið því að nemendur hætta í námi.