Sýni sem fundust á Landspítalanum gætu svipt hulunni af ástæðum Akureyrarveikinnar
Sýni sem nýlega komu í leitirnar á Landspítalanum eru talin geta varpað ljósi á orsakir Akureyrarveikinnar. Það gæti gagnast við rannsóknir á langvarandi eftirköstum kórónuveirunnar en mikil líkindi þykja með einkennum þessara sjúkdóma.
