Sjálfboðaliðar

eru ómissandi hluti af fjölbreyttum störfum ME félagsins.

Við erum stöðugt að leita að sjálfboðaliðum í ýmis verkefni og erum mjög þakklát fyrir allt framlag, hvort sem það er einu sinni eða til lengri tíma.

Allt framlag, stórt sem smátt, skiptir máli

Verkefni geta meðal annars falist í:

  • Þýðingum og yfirlestri á texta
  • Að skrifa kynningarefni eða greinar
  • Aðstoð við upptökur og myndbandsvinnslu
  • Að búa til grafík, myndefni eða myndbönd
  • Að deila efni félagsins á eigin samfélagsmiðlum
  • Aðstoð við uppsetningu búnaðar á kynningum og fyrirlestrum
  • Aðstoð í tengslum við viðburði (t.d. Reykjavíkurmaraþon, jólaboð)
  • Þátttöku í hugmyndavinnu og framkvæmd á vitundarvakningum (15. mars, 12. maí, 8. ágúst)
  • Sendiferðum eða önnur hagnýt erindi
  • Finna styrktaraðila, samstarfsaðila eða áhrifavalda
  • Aðstoð við hópastarf og jafningjastuðning (t.d. netspjall)
  • Ráðgjöf af ýmsu tagi sem gæti nýst félaginu eins og t.d. um markaðsmál eða fjáröflun.

Við hlökkum til að heyra frá þér.

Gerast sjálfboðaliði

Scroll to Top