
Ráðstefnan var haldin þann 15. október 2025 af Sænsku Landssamtökunum fyrir fólk með ME. Kristín Sigurðardóttir slysa- og bráðalæknir, Jóhanna Sigurða Ágústsdóttir gjaldkeri ME félagsins og Helga Edwardsdóttir formaður félagsins mættu á ráðstefnuna frá Íslandi. Kristín var á vinnufundum með læknum alls staðar að í nokkra daga á undan.
Fyrirlesarar voru meðal annars Lotta Svenson og Prof. Jonas Bergquist. Lotta er foreldri ungmennis með ME. Meðal gesta voru Jesper Mehlsen læknir og varaformaður European ME Research Group (EMERG) og Kerstin Heiling sem opnaði ráðstefnuna. Kerstin er fyrrv. formann Riksförbundet för ME‑patienter (RME).
Lokadaginn funduðu öll norrænu ME félögin. Rætt var aukið samstarf og endurvakning NOMENE (Nordic ME Network).
Ferðin var mjög lærdómsrík og tengslanetið styrkt og stækkað sem mun gagnast félaginu í framtíðinni.






