Almannaheill hélt glæsilega ráðstefnu í Hörpu þann 13. nóvember síðastliðinn þar sem fjölbreytt dagskrá og fjöldi áhugaverðra fyrirlestra settu svip sinn á viðburðinn. Samveran var í fyrirrúmi – gestir nutu þess að hittast, deila hugmyndum og mynda ný tengslanet.

ME félag Íslands var með kynningarbás á ráðstefnunni ásamt fjölmörgum almannaheillafélögum. Stjórnarmenn svöruðu spurningum frá gestum og myndband félagsins var sýnt við góðar undirtektir.
Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra og Hildur Tryggvadóttir Flóvenz, formaður Almannaheilla fluttu ávörp.
Fjölmargir fyrirlesarar sem og forseti Íslands, Halla Tómasdóttir komu fram og ræddu þýðingu almannaheillafélaga fyrir samfélagið.



