Einkenni ME
Einkennandi fyrir sjúkdóminn eru svokölluð PEM köst (post exertional malaise) þegar einkenni versna eftir líkamlegt, félagslegt eða andlegt álag.
Önnur helstu einkenni eru yfirþyrmandi þreyta eða örmögnun, oft í kjölfar andlegrar eða líkamlegrar áreynslu; svefntruflanir, verkir, minnistruflanir, viðkvæmni gagnvart ljósi, snertingu og hljóði. Erfiðleikar við að standa lengi og stundum jafnvægistruflanir, óregla á líkamshita og líkamsþyngd. Flensulík einkenni sem vara að minnsta kosti í sex mánuði hjá fullorðnum eða þrjá mánuðu hjá börnum.
Virkniaðlögun
betra líf með ME
Bókin er gagnleg öllum þeim sem kljást við veikindi sem valda miklu orkuleysi og þreytu sem og þeim sem eru með langtíma Covid, en er skrifuð sérstaklega með ME sjúklinga í huga.
Virkniaðlögun hjálpar fólki að stjórna daglegu lífi svo það örmagnist síður og nái þannig að lifa fyllra og meira gefandi lífi.
Fréttir
Alvarlegt ME: Samfélags og efnahagsleg kreppa sem Evrópa getur ekki lengur hunsað
Fréttatilkynning EMEA 8. ágúst: Þann 8. ágúst minnumst við Alvarlegs ME — dagur til að minnast, vekja athygli og krefjast tafarlausra aðgerða til að styðja…
Decode ME hefur fundið erfðabreytileika sem auka líkur á ME
Ýmsar vísbendingar hafa verið um að ME leggist á fleiri en einn fjölskyldumeðlim, en þetta er í fyrsta sinn sem allt að átta erfðabreytileikar sem…
Að umbreyta rannsóknum í greiningar og meðferðir
Sautjánda alþjóðlega ME-ráðstefnan Invest in ME Research International ME Conference 2025 – IIMEC17 – fór fram 30. maí 2025 á Wellcome Genome Campus nálægt Cambridge…
Næstu viðburðir
Flotmeðferð 28. október – djúpslakandi meðferð fyrir fólk með ME eða langvarandi einkenni Covid
ME félag Íslands býður félagsmönnum upp á prufutíma í flotmeðferð í samstarfi við Flothettu. Meðferðin fer fram í Mörkinni, Suðurlandsbraut 64, þann 28. október kl….
Við leitum að sjálfboðaliðum í ýmis verkefni
Við tökum öllu framlagi fagnandi og af þakklæti Hvort sem það er í eitt skipti eða til lengri tíma. Verkefni geta meðal annars falist í:…

