ME félag Íslands

er hagsmunafélag sjúklinga og aðstandenda þeirra.

Markmið þess er að auka vitund og fræðslu um ME (myalgic encephalomyelitis) á Íslandi meðal almennings, heilbrigðisstarfsfólks og ekki síst sjúklinganna sjálfra og aðstandenda þeirra.

Einkenni ME

Einkennandi fyrir sjúkdóminn eru svokölluð PEM köst (post exertional malaise) þegar einkenni versna eftir líkamlegt, félagslegt eða andlegt álag.

Önnur helstu einkenni eru yfirþyrmandi þreyta eða örmögnun, oft í kjölfar andlegrar eða líkamlegrar áreynslu; svefntruflanir, verkir, minnistruflanir, viðkvæmni gagnvart ljósi, snertingu og hljóði. Erfiðleikar við að standa lengi og stundum jafnvægistruflanir, óregla á líkamshita og líkamsþyngd. Flensulík einkenni sem vara að minnsta kosti í sex mánuði hjá fullorðnum eða þrjá mánuðu hjá börnum.

Alþjóðlegur dagur vitundarvakningar um ME sjúkdóminn

12. maí

Ár hvert nýtir ME félag Íslands þennan alþjóðlega dag og maí mánuð til að fræða almenning um ME sjúkdóminn.

Virkniaðlögun

betra líf með ME

Bókin er gagnleg öllum þeim sem kljást við veikindi sem valda miklu orkuleysi og þreytu, en er skrifuð sérstaklega með ME sjúklinga í huga.

Virkniaðlögun hjálpar fólki að stjórna daglegu lífi svo það örmagnist síður og nái þannig að lifa fyllra og meira gefandi lífi.

Heimildamyndir og myndbönd

Örmögnun úti á jaðri

Frumsýnd á RÚV 17. maí 2022
Nafnið vísar í að ME sjúklingar eru jaðarsettir í heilbrigðiskerfinu og í öllu þjóðfélaginu.

ME fræðslumyndband

Íslensk skýringarmynd um ME. Velferðarráðuneytið styrkti gerð myndbandsins.

Dreifing og birting á myndbandinu er öllum heimil

Úti á jaðri

ME sjúklingar eru jaðarsettir í heilbrigðiskerfinu og fá oft rangar meðferðir vegna þekkingarleysis heilbrigðisstarfólks á sjúkdómnum.

Stuðningur í erfiðleikum

Það er oft erfitt að vera með langvinnan sjúkdóm og stundum þurfum við stuðning og einhvern til að tala við ef okkur líður illa.

Fallegt hvítt blóm með rauðbrúnum stilk fyrir Hagsmunafélag ME sjúklinga og aðstandenda

Akureyrarklíník

þjónustumiðstöð fyrir einstaklinga með ME sjúkdóminn eða langtíma Covid.

Tilvísun þarf frá heimilislækni með rökstuðningi fyrir því hvers vegna hann gruni ME sjúkdóminn.

Fyrir þá sem búa fjarri Akureyri er boðið upp á myndsímtal, en þá er sérstaklega mikilvægt að fá skoðun hjá heimilislækni, skv. frekari leiðbeiningum frá klíníkinni sé þess óskað.

Vefsíða Akureyrarklíníkurinnar

Rauði kross Íslands

Öllum er velkomið að nýta sér þjónustu Hjálparsíma Rauða krossins, 1717 og netspjallið sem eru opin allan sólarhringinn.

Hægt er að hafa samband vegna alls þess sem þér liggur á hjarta og fá sálfélagslegan stuðning, ráðgjöf, hlustun og upplýsingar um þau úrræði sem í boði eru í íslensku samfélagi. 

Ekkert vandamál er of lítið eða stórt.

Heilsugæsla

Heilsugæslan veitir stuðning í gegnum netspjall Heilsuveru. Þar eru gefnar almennar ráðleggingar og leiðbeiningar um heilbrigðiskerfið. Hjúkrunarfræðingur er til staðar ef með þarf.

Símaráðgjöf hjúkrunarfræðinga heilsugæslunnar er 5131700.
 
Opið er frá 8 til 22 alla daga.


Fréttir

Viðurkenningarskjal og rós

Styrkur velferðarráðs Reykjavíkur

Föstudaginn 21. mars 2025 voru styrkir velferðarráðs Reykjavíkur afhentir í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. ME félag Íslands hlaut styrk að upphæð 250.000 kr. Alls bárust 62…

Lesa meira
Bokeh ljós

Valkröfur fyrir félagsgjaldi

Valkröfur fyrir félagsgjaldi í netbanka félagsmanna. Félagið hefur nú sent út valkröfur í netbanka, til félagsmanna sem hafa ekki nú þegar millifært félagsgjaldið á árinu….

Lesa meira
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10

Sjá allar fréttir

Næstu viðburðir

Mynd af höndum á lyklaborði fartölvu

Vilt þú starfa í nefnd?

ME félagið vantar gott fólk í allskonar nefndir. Sendu okkur endilega tölvupóst ef þú hefur áhuga á að taka þátt. Eða ef þér er eitthað…

Lesa meira

Sjá liðna viðburði

Tengt efni

Börn og ungmenni

ME getur haft veruleg áhrif á líf barna og unglinga og veldur þeim sérstökum áskorunum varðandi heilsu, nám og félagslega þróun.

Síða UngME

ME félög á alþjóðavísu

Upplýsingar og tenglar á erlendar ME síður; félög, fréttasíður og rannsóknarsetur.

ME alþjóðastarf

Rannsóknir

Mikilvægur þáttur í starfsemi ME félags Íslands felst í að fylgjast með nýjungum í rannsóknum og meðferðum á sjúkdómnum.

Lesa um rannsóknir

Ganga í félagið

Það er auðvelt að gerast meðlimur ME félagsins.

Félagsgjald er aðeins 2.000 kr. á ári fyrir einstakling.

Skráning í félagið

Scroll to Top