Einkenni ME
Einkennandi fyrir sjúkdóminn eru svokölluð PEM köst (post exertional malaise) þegar einkenni versna eftir líkamlegt, félagslegt eða andlegt álag.
Önnur helstu einkenni eru yfirþyrmandi þreyta eða örmögnun, oft í kjölfar andlegrar eða líkamlegrar áreynslu; svefntruflanir, verkir, minnistruflanir, viðkvæmni gagnvart ljósi, snertingu og hljóði. Erfiðleikar við að standa lengi og stundum jafnvægistruflanir, óregla á líkamshita og líkamsþyngd. Flensulík einkenni sem vara að minnsta kosti í sex mánuði hjá fullorðnum eða þrjá mánuðu hjá börnum.
Virkniaðlögun
betra líf með ME
Bókin er gagnleg öllum þeim sem kljást við veikindi sem valda miklu orkuleysi og þreytu, en er skrifuð sérstaklega með ME sjúklinga í huga.
Virkniaðlögun hjálpar fólki að stjórna daglegu lífi svo það örmagnist síður og nái þannig að lifa fyllra og meira gefandi lífi.
Heimildamyndir og myndbönd

Fréttir
Hvað getur þú sagt mér um þreytu?
Rannsókn á reynsluheimi fólks með ME/síþreytu og Langt Covid Hvernig lýsir heilaþoka sér eða örmögnun og mæði? Langveikt fólk sem lifir með ME/síþreytu og núna…
Ný ME heimildamynd
Nú er unnið að heimildamynd um ME sjúkdóminn, þar sem rætt er við lækna og sjúklinga. Myndin er gerð af Epos kvikmyndagerð og er í…
Skattaafsláttur v/gjafa til ME félagsins
ME félag Íslands starfar samkvæmt lögum nr. 110/2021 um félög til almannaheilla og er skráð í almannaheillaskrá 2022, því geta gjafir til félagsins á þessu…
Næstu viðburðir
Reykjavíkurmaraþon 23. ágúst 2025
Hlaupum til góðs fyrir ME félag Íslands. Tilgangur félagsins er að gæta hagsmuna félagsmanna eins og t.d. að berjast fyrir snemmbærri greiningu, aðgengi að réttri…
Vilt þú starfa í nefnd?
ME félagið vantar gott fólk í allskonar nefndir. Sendu okkur endilega tölvupóst ef þú hefur áhuga á að taka þátt. Eða ef þér er eitthað…