Reykjavíkurmaraþon
23. ágúst 2025

Upplýsingar fyrir okkar frábæra stuðningsfólk sem ætla að mæta og hvetja hlauparana okkar sem hlaupa fyrir ME og langtíma Covid sjúklinga.

Við gleðjumst yfir öllum sem koma að hvetja hlauparana. Fyrir þau sem ekki komast er líka hægt að senda hlý orð á samfélagsmiðlum, deila maraþonsíðu hlaupara eða sýna stuðning með áheiti.

Hvatningarstöð – Dagskrá – Rástímar hlaupara

Verum dugleg að taka myndir og stutt vídéo á hlaupadeginum, senda félaginu jafnóðum í Facebook skilaboðum eða merkja @mefelagislands í Sögu/Story á Instagram. Við munum deila þeim á samfélagsmiðlum, svo þau sem komast ekki geti fylgst með.

Hvatningarstöð verður opin 8:00 – 10:00


Hvatningarstöð félagsins verður við hringtorgið á Sóleyjargötu. Myndin gefur hugmynd um sjónarhorn hlaupara.

Flöggin verða tvö og eru 2,40 metrar á hæð, hlauparar ættu því auðveldlega að geta séð efsta hlutann með fuglinum í mannmergðinni.


Bolir fóru í póst hjá Íslandspósti fimmtudaginn 14. ágúst, það ættu því öll að vera búin að fá bolina sína tímanlega fyrir hlaup.

Mælt er með að þau sem eiga erfitt með að standa komi með koll eða útilegustól með sér en ef einhver gleymir sér, þá verða fjögur sæti á staðnum.

Gott verður í boði Nóa Síríus.

Og auðvitað tökum við þátt í plakat keppninni. Hér er okkar og við verðum með þrjú stykki, eitt risastórt A1 og tvö A3.

Dagskrá fyrir hvatningarfólk


08:00 – Hvatningarstöð opnar

08:30 – 10:00 Hlauparar hlaupa framhjá hvatningarstöð

10:00 – Hvatningarstöð lokar

10:00 – 12:00 Flytja sig að endamarki, sem er fyrir neðan Menntaskólann í Reykjavík og taka vel á móti hlaupurunum okkar. Athugið að það er mikið fjör bæði fyrir framan og aftan endamarkið.

12:00 – 12:15 Fylgjast með hlaupurum í skemmtiskokki leggja af stað frá Sóleyjargötu og hlaupa yfir brúnna yfir tjörninni.

12:15 – 15:00 Flytja sig að endamarki, sem er fyrir neðan Menntaskólann í Reykjavík og taka vel á móti hlaupurunum okkar.

Hvernig er best að komast að hvatningarstöð? Sjá kort með upplýsingum um hvenær hvaða götur eru lokaðar.

Rástímar hlaupara

Smelltu hér og veldu þér hlaupara til að heita á. Það munar um hverja krónu 🙂

8:30

Maraþon keppnisflokkur

Jonas Berglund

8:30

Hálfmaraþon keppnisflokkur

Ástþór Eydal Friðriksson

Sigurjón Hólm Magnússon

8:40

Hálfmaraþon almennur flokkur

María Mist Tómasdóttir

9:30

10 km keppnisflokkur

Guðmunda Þórunn Þorvarðardóttir

9:40

10 km almennur flokkur

Andrés Yngvi Jóakimsson

Freydís Sif Ólafsdóttir

Helen Una Grétarsdóttir

Helga Kristín Sigurðardóttir

Leifur Leifsson

Lovísa Brynjarsdóttir

Ólína Þorleifsdóttir

Sara Ósk Þrúðmarsdóttir Finnsson

Sólveig Ása Árnadóttir

Skemmtiskokk

Helga Edwardsdóttir Finnsson

Við hlökkum til að sjá ykkur á laugardaginn 🙂

Scroll to Top