Í tilefni af alþjóðlegum degi ME vitundarvakningar 12. maí þá stóð ME félagið fyrir #ME er … herferð í maí.
ME sjúklingar og aðstandendur voru duglegir að taka þátt og senda inn myndir og eiga þeir miklar þakkir skilið. Á Facebook síðu ME félags Íslands er hægt að sjá birtingar á myndunum og ýmislegt fleira sem var í gangi í kringum vitundarvakningu í maí.
Mynbandið hér fyrir neðan var birt í auglýsingum á samfélagsmiðlum frá 12. til 18. maí.
Leyfum myndunum að tala sínu máli.