Mara orkuþurrðar – hinn lítt þekkti ME-sjúkdómur

Grein í Morgunblaðinu eftir Freyju Ims­land.

Það er ákaf­lega brýn þörf á því að sett verði á lagg­irn­ar sam­ræmd mót­taka fyr­ir ME-sjúka, sem lækn­ar geta vísað sjúk­ling­um sín­um á.

Í dag, 12. maí, er alþjóðleg­ur dag­ur vit­und­ar­vakn­ing­ar um ME-sjúk­dóm­inn.

Ætla má að 3-4.000 manns á Íslandi hrjá­ist af ME, sjúk­dómi sem veld­ur gíf­ur­legri lífs­gæðaskerðingu. Á Íslandi er meðalbið eft­ir ME-grein­ingu sjö ár, og ein­ung­is hluti ME-sjúkra hef­ur hlotið hana. Al­geng­asta upp­haf ME-veik­inda er að ná sér ekki eft­ir veiru­sýk­ingu. Hver sem er gæti átt fyr­ir hönd­um að hrjást af ME.

Scroll to Top