Hvers vegna eru svo margir ógreindir enn og þjást af völdum ME?
Helga Edwardsdóttir, formaður ME félags Íslands og Stefanía Veiga Sigurjónsdóttir, flugfreyja og aðstandandi, ræða við Oddnýju Eir um ME á Íslandi í tilefni Alþjóðlegs dags ME-vitundarvakningar. Æ fleiri glíma við langvarandi afleiðingar veiru-sýkinga og annarra veikinda og við þurfum að vakna til vitunda um alvarleg áhrif þeirra á líf okkar.
Hvað er ME?
ME er skammstöfun á Myalgic Encephalomyelitis en „myalgic“ stendur fyrir vöðvaverki og „encephalomyelitis“ fyrir bólgur í heila eða mænu. ME sjúkdómurinn var áður fyrr kallaður síþreyta (Chronic Fatigue Syndrome / CFS). Sjúklingar eru ósáttir við það nafn, þar sem síþreyta er í raun aðeins eitt af fjölmörgum einkennum ME og nægir ekki til að gera grein fyrir sjúkdómnum og alvarleika hans.
Athugið að ekki er víst að allir sem greindir eru með síþreytu séu með ME.