Það er ME félagi Íslands sérstök ánægja að geta nú boðið félagsmönnum og öðrum að kaupa bók sem reynst hefur mörgum ME sjúklingum gagnleg.
Virkniaðlögun er íslensk þýðing á norsku bókinni Aktivitetsavpassning eftir Ingebjörg Midsem Dahl.
Í tilefni þess að félagið lét þýða og gaf út bókina Virkniaðlögun var boðið til fræðslufundar þar sem þýðandinn, Jóhanna Sól Haraldsdóttir, kynnti aðferðina sem sagt er frá í bókinni.