Krafturinn hjartað og samstaðan – Reykjavíkurmaraþon

Við viljum þakka öllum þeim frábæru hlaupurum sem hlupu fyrir ME félagið í Reykjavíkurmaraþoninu.

Með þátttöku þátttöku þeirra hafa þau ekki aðeins safnað mikilvægu fé fyrir starfið okkar – heldur líka hjálpað okkur að auka vitund um ME og Langtíma Covid.

Í samfélagi þar sem ósýnilegir sjúkdómar eru oft vanmetnir, er sýnileiki einstaklega mikilvægur. Með hverju skrefi sem þau tóku í dag gerðu þau sjúkdóminn sýnilegri og sýndu samhug og stuðning.

Þau sem höfðu tök á að mæta á staðinn og hvetja fá okkar innilegustu þakkir en jafnframt þau sem hvöttu að heiman eða hétuð á hlauparana okkar. Við erum óendanlega þakklát fyrir kraftinn, hjartað og samstöðuna.

Stjórn Me félags Íslands

Scroll to Top