
Kæru félagsmenn,
Jafningjaspjallið er annan hvern fimmtudag nema þegar það kemur upp á frídag, þá færum við það um einn dag og kynnum það vel.
Á heimasíðu félagsins undir Jafningjastuðningur getur þú fundið upplýsingar um jafningjaspjallið, hópa á facebook t.d. spjallhóp ME félagsins sem og upplýsingar um gagnleg öpp sem geta auðvelt okkur lífið.
Dagsetningar fyrir jafningjaspjallið fram í maí 2026.
5. febrúar
19. febrúar
5. mars
19. mars
1. apríl (miðvikudagur)
16. apríl
30. apríl
13. maí (miðvikudagur)
28. maí
„Það getur verið hjálplegt að vera í samskiptum við einhvern sem er að ganga í gegnum svipaða reynslu og þú ert að ganga í gegnum.“
Með kveðju, stjórn og starfsfólk ME félags Íslands

