Hvað getur þú sagt mér um þreytu?


Rannsókn á reynsluheimi fólks með ME/síþreytu og Langt Covid

Hvernig lýsir heilaþoka sér eða örmögnun og mæði? Langveikt
fólk sem lifir með ME/síþreytu
og núna síðast það sem lifir
með Langt-Covid verður fyrir
enn annarri gerð af þreytu en
heilbrigt fólk sem felst í

örmögnun eftir áreynslu (post

exertional malaise, PEM
þreyta). Kallað er eftir fólki af
öllum kynjum 18 ára og eldri
sem er með ME/síþreytu eða
Langt Covid og finnur fyrir
einkennum PEM þreytu til þess að taka þátt í viðtalsrannsókn um þreytu.

Viðtalið verður um klukkutíma langt eða tvö 30 mínútna viðtöl.

Þátttakendur velja þann stað sem viðtalið fer fram á en rannsakandi getur
komið á heimili þeirra. Fyllsta trúnaðar er gætt og öll

persónueinkenni verða
afmáð í niðurstöðum rannsóknar og dulnefni notuð. Þörf þátttakenda á hvíld
verður alltaf í fyrirrúmi í viðtalsferlinu. Alltaf er hægt að hætta við þátttöku í
rannsókninni. Siðanefnd háskólanna um vísindarannsókn hefur veitt

rannsókninni jákvæða umsögn. Nánar má lesa um einkenni PEM þreytu á
vef ME félagsins: mefelag.is

Ef áhugi vaknar á að taka þátt eða ef það eru einhverjar spurningar hafið

samband við rannsakanda: nannahlin@hi.is eða í síma 8241684.

Rannsakandi: Nanna Hlín Halldórsdóttir er nýdoktor í heimspeki við
Háskóla Íslands. „Hlustað á þreytu“ er nýdoktorsverkefni hennar styrkt af
Rannsóknarsjóði Íslands. Nanna er sjálf með væga gerð af ME/síþreytu og
hefur tekið þátt í störfum ME félags Íslands.


Scroll to Top