Sögurnar okkar

Þegar við verðum fyrir áföllum þörfnumst við þess að fá að tjá okkur um þau. Heilsumissir er alvarlegt áfall fyrir hvern sem er og allir þarfnast samúðar og skilnings.

Sögurnar okkar

Samhygðin

Veikist fólk af þekktum sjúkdómum er ferlið nokkuð eðlilegt; veikindunum er gefið nafn og heilbrigðiskerfið bregst við. Aðstandendur fá upplýsingar og næstu skref eru skipulögð.

ME sjúklingar standa frammi fyrir öðrum veruleika og eru oft mjög brotnir og sárir eftir viðskipti sín við lækna, kerfið og sína nánustu. Þegar þetta fólk hittist er ekki óalgengt að miklar maraþon-samræður fari af stað því það er svo frábært að hitta loksins einhvern sem hlustar og skilur.

Hér gefst vettvangur til að deila sögu sinni og að læra af sögum annarra.

Sagan

Sögusafnið okkar mun einnig þjóna öðrum tilgangi. Einhvern daginn verður þekking og skilningur á ME og langtíma Covid komin miklu lengra en nú og fólk á eftir að eiga erfitt með að ímynda sér hvað flest okkar þurftu að ganga í gegnum. Aðrir sjúklingahópar svo sem MS sjúklingar þurftu að ganga í gegnum það sama á sínum tíma og í dag þykja sögur MS sjúklinga fyrri tíma merkilegar og næstum ótrúlegar.

Lærdómurinn

Margir hafa átt í sínum veikindum lengi og hafa náð ákveðinni sátt, eru jafnvel bara hamingjusamir og geta sagt frá þeirri vegferð. Sögur af veikindum þurfa ekki alltaf að vera hræðilegar, þau eru hluti af lífi margra og móta okkur. 

Viltu segja þína sögu?

Þú getur sent ME félagi Íslands þína sögu og bætt henni í sagnabankann okkar. Nafnlaust eða undir nafni, þú ræður því alveg. Ef þú vilt að sagan þín birtist nafnlaus mun bara standa til dæmis „kona fædd 1964“ – sem sagt kyn og ártal.
Við biðjum fólk að nafngreina ekki annað fólk, hvorki lækna né aðra.
Það er gott að það komi fram hvænær sagan er skrifuð, a.m.k. svona nokkurn veginn.

Þú getur sent félaginu skilaboð hér eða sent tölvupóst á mefelag@gmail.com

Adventurer explores snowy terrain in Ak-Talaa District, showcasing the beauty of Kyrgyzstan's winter landscape.

Saga Gunnars

Á síðustu mánuðum hefur Óskar Þór Halldórsson, fyrrv. blaða- og fréttamaður til margra ára, unnið að ritun yfirgripsmikillar bókar um Akureyrarveikina, veikina sem varð að miklum faraldri á árunum 1948-1949 á Akureyri og víðar um land og aftur 1955-1956 á Vestfjörðum og í Þistilfirði. Þessari sögu hefur aldrei áður verið…

Lesa meira
Tröppur niður í neðanjarðarlestarkerfi

Saga Fríðu

Ég held að sagan mín sé nokkuð dæmigerð. Það er að segja dæmigerð fyrir okkur sem veiktumst og urðum aldrei alveg frísk. Sem lifðum venjulegum lífum og höfum síðan orðið að læra að lifa í einhverju einkennilegu limbói ósýnilegrar fötlunar og eilífrar óvissu um – ekki bara framhaldið – heldur…

Lesa meira
Lóð á gólfi við fætur

Saga Stefaníu Heiðrúnar

Langvinn veikindi – LONG COVID og ME  Ég veikist / smitast af covid19 í byrjun mars 2022. Var í raun ekki það mikið veik, meira eins og slæm flensa.  Fyrir veikindi var ég mjög virk í hreyfingu, skokkaði, hjólaði, synti, gekk á fjöll, lyfti lóðum og var hreinlega alltaf að, en…

Lesa meira
Sögurnar okkar: Kona liggur undir hvítri sæng með koddan mestmegnis yfir höfðinu. Hún heldur á gleraugum í annari hendi sem er ofan á sænginni.

Saga Guðnýjar

Rétt greining á sjúkdómum er nauðsynleg til að viðeigandi meðhöndlun sé í boði.  Ferlið að réttri greiningu getur stundum verið langt, sérstaklega á lítt þekktum sjúkdómi eins og ME.  Það tók mig mörg ár að átta mig á því hvað var að hrjá mig en samt er ég ekki enn…

Lesa meira
Scroll to Top