PEM köst
PEM eru einkennandi fyrir sjúkdóminn og geta komið fram allt að þremur sólarhringum eftir líkamlegt, félagslegt eða andlegt álag og getur varað frá nokkrum klukkustundum upp í margar vikur og geta í sumum tilfellum valdið varanlegri versnun á einkennum.

Önnur helstu einkenni ME
eru yfirþyrmandi þreyta, oft í kjölfar andlegrar eða líkamlegrar áreynslu; svefntruflanir, verkir, minnistruflanir, viðkvæmni gagnvart ljósi, snertingu og hljóði; erfiðleikar við að standa lengi og stundum jafnvægistruflanir, óregla á líkamshita og líkamsþyngd; flensulík einkenni sem vara að minnsta kosti í sex mánuði hjá fullorðnum eða þrjá mánuði hjá börnum.

Listi yfir einkenni
Dr. Katrina Berne, sem sérhæfir sig í ME útbjó langan lista sem sjúklingar geta notað til hliðsjónar þegar þeir meta ástand sitt. Hægt er að fylla hann út á nokkurra mánaða fresti og jafnvel fara með til læknisins.
Hér er hluti af listanum. Hlekkur neðst á allan listann á ensku.
Notaðu skalann 1-10 yfir hve alvarleg einkennin eru, 1 er vægast og 10 er verst. 0 þegar einkenni eru ekki til staðar.
- Þreyta sem versnar við andlegt eða líkamlegt álag
- Virkni hefur minnkað a.m.k. um helming síðan fyrir veikindi
- Endurtekin flensulík einkenni
- Særindi í hálsi
- Hæsi
- Bólgnir eitlar í hálsi eða handakrikum
- Mæði við litla áreynslu eða enga
- Advarpa oft
- Skjálfti eða titringur
- Ofnæmi í nefi (nýlegt eða hefur versnað)
- Hósti
- Nætursviti
- Vægur hiti
- Oft kalt
- Oft heitt
- Kaldir útlimir
- Lágur líkamshiti
- Lágur blóðþrýstingur (undir 110/70)
- Þungur hjartsláttur
- Þurrkur í augum eða munni
- Aukinn þorsti
- Einkenni versna við breytingu á hitastigi
- Einkenni versna við flugferðir
- Einkenni versna við álag