
Hafdís Inga Hinriksdóttir, sem er með POTS og Steinar Guðmundsson, hjartalæknir ræddu við Bítíð um POTS heilkennið.
Ræddu þau um ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands að hætta greiðsluþátttöku vegna vökvagjafar hjá sjálfstætt starfandi sérgreinalæknum frá og með 1. október 2025.
ME félag Íslands sendi frá sér tilkynningu á dögunum þar sem áformum um að hætta vökvagjöf var harðlega mótmælt.
Þessu tengt:
Viðtal á Vísi við Steinar Guðmundsson hjartalæknir. Hann segir gríðarlega aukningu hafi orðið í aðsókn POTS-sjúklinga í vökvagjöf.
Viðtal í Bítínu við Sigríði Sigurðardóttur, hjúkrunarfræðing og móðir konu með POTS heilkennið.