NICE leiðbeiningar um greiningu og meðhöndlun ME sjúkdómsins
Í lok október 2021 birti The National institute for health and care excellence (NICE) í Bretlandi nýjar leiðbeiningar um greiningu og meðferð á ME/Síþreytuheilkenni.
Þessar leiðbeiningar frá heilbrigðisyfirvöldum til þarlendra lækna marka ákveðin tímamót því í fyrsta sinn er sérstaklega tekið fram að ekki sé mælt með stigvaxandi æfingaprógrammi (kallað GET) eins og áður var gert. Einnig er bent á að hugræn atferlismeðferð teljist ekki til lækningarúrræða því að ME sjúkdómurinn stafi ekki af geðrænum orsökum. Bent er á að hugræn atferlismeðferð geti komið að gagni við að vinna úr því áfalli og áskorunum sem fylgja því að lifa með langvinnum sjúkdómi sem oft fylgir fötlun.
Í september 2022 birti ME félag Íslands íslenska þýðingu á þessum leiðbeiningum og er hún aðgengileg hér á vefsíðu félagsins en einnig er hægt að sækja sér skjalið sjálft á pdf formi.