MAYO Clinic greiningar

Bandaríska stofnunin MAYO Clinic hefur gefið út greiningar og ráðleggingar fyrir klínískar starfsvenjur þegar kemur að greiningu og meðhöndlun á ME sjúkdómnum.

MAYO Clinic greining 2023

The Mayo Clinic í Bandaríkjunum sendi frá sér nýjar leiðbeiningar til lækna um greiningu og meðferð ME í október 2023. Hægt er að lesa meira á ensku á vef MAYO Clinic.

MAYO Clinic greining 2021

Bandalag ME sérfræðinga í USA uppfærði leiðbeiningar sínar um greiningu og meðferð á ME/síþreytuheilkenni í ágúst 2021. ME félag Íslands fékk leyfi Mayo Clinic til að fá fagþýðendur til að þýða leiðbeiningarnar á íslensku

Þrátt fyrir að myalgic encephalomyelitis (ME) hafi áhrif á milljónir manna um allan heim skortir marga lækna þekkingu til að greina eða meðhöndla ME á viðeigandi hátt. Því miður hafa klínískar leiðbeiningar verið af skornum skammti, úreltar eða hugsanlega skaðlegar. Af þessum sökum hafa allt að 91% sjúklinga í Bandaríkjunum ekki fengið greiningu og þeir sem greinast fá oft óviðeigandi meðferð. Þessi vandamál eru sífellt mikilvægari vegna þess að eftir bráðan COVID-19-sjúkdóm er verulegt hlutfall fólks enn veikt mörgum mánuðum síðar af sjúkdómi sem svipar til ME.

Árið 2015 birti Bandaríska læknaakademían (US National Academy of Medicine) ný gagnreynd klínísk greiningarviðmið sem samþykkt hafa verið af Bandarísku sóttvarnarstofnuninni  (US Centers for Disease  Control and Prevention). Ennfremur hafa stjórnvöld í Bandaríkjunum og öðrum löndum, auk helstu heilbrigðisstofnana, nýlega hætt að mæla með stigvaxandi áreynsluþjálfun (e. graded exercise) og hugrænni atferlismeðferð sem valmeðferð fyrir sjúklinga með ME.

Nýlega kom 21 læknir með sérhæfingu í ME saman til að ræða bestu klínískar starfsvenjur fyrir fullorðna með ME. Í þessari grein eru teknar saman helstu ráðleggingar þeirra fyrir almenna og sérhæfða heilbrigðisþjónustuaðila á grundvelli nýlegra vísindalegra framfara og áratuga klínískrar reynslu. Læknar geta gripið til ýmissa ráðstafana til að bæta heilsu, virkni og lífsgæði sjúklinga með ME, þar á meðal sjúklinga sem þróa ME eftir  COVID-19. Sjúklingar með langvarandi veikindi sem koma í kjölfar bráðs COVID-19-sjúkdóms en uppfylla ekki öll skilyrði fyrir ME geta einnig notið góðs af þessum aðferðum.

Hægt er að lesa greininguna hér á síðunni eða sækja sér skjalið sjálft á pdf formi.

Scroll to Top