Fyrirlestur Dr. James Baraniuk, 20. janúar 2020

ME félag Íslands bauð félögum, sjúklingum, aðstandendum og öðrum áhugasömum á fyrirlestur Dr. James Baraniuk í Tjarnarsalnum, í húsi Íslenskrar erfðagreiningar.

Horfa á upptöku af fyrirlestri Dr. James Baraniuk á Facebook

Um Dr. James Baraniuk

James Baraniuk er dósent við læknadeild Georgetown háskóla og forstöðumaður rannsóknarstöðvar fyrir langvarandi verki og þreytu sem staðsett er í Georgetown háskólalækningamiðstöðinni í Washington. Hann hefur tekið þátt í fjöldamörgum rannsóknum á ME sjúkdómnum og skrifað greinar í virt læknatímarit.

Dr. Baraniuk kom til landsins til að taka þátt í málþingi um ME á læknadögum í Hörpunni í janúar 2020. RÚV fjallaði um það í kvöldfréttatíma sjónvarpsins og ræddi við hann. Einnig birtist viðtal við Baraniuk og Svein Benediktssonn í Morgunblaðinu í tengslum við læknadagana.

Lesa viðtal við Dr. Baranuik í Morgunblaðinu (pdf)

Hann er einn þeirra lækna sem gagnrýnt hafa PACE rannsóknina sem birt var á sínum tíma í Lancet. Baraniuk, ásamt fjölda annarra virtra sérfæðinga, skrifaði undir tvö bréf til Lancet þar sem þess var krafist að PACE rannsóknin yrði gerð ómerk vegna þess hve illa hún var unnin.

Lesa umfjöllum um PACE rannsókn á MEpedia vefnum

Scroll to Top