
Kæru félagar, sjálfboðaliðar og velunnarar,
Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin á fyrirlestur á vegum Pieta samtaka.
Fyrirlesturinn er um starfsemi Píeta, áhættu og verndandi þætti og viðbrögð við sjálfsvígshættu.
Fyrirlestrinum verður streymt fyrir þá sem ekki eiga heimangengt.
Staður: Mannréttindahúsið, Sigtúni 42, 105 Reykjavík
Stund: 20. janúar 2026 kl. 16.30-17.30 (Oddsstofa)
Við vonumst til að sjá ykkur.
Með kveðju, stjórn og starfsfólk ME félags Íslands

