Í október 2006 veiktist Ryan Prior alvarlega og líf hans breyttist til frambúðar. Læknar gátu ekki veitt honum svör, hvað þá einhverja meðferð.
Á undraverðan hátt tókst honum að gera þessa mynd um sögu sína og ótrúlega leið að bata. Myndin er þó ekki síður merkileg fyrir þær sakir að hún varpar ljósi á veikleika bandaríska heilbrigðiskerfisins þegar það þarf að takast á við króníska, illskýranlega sjúkdóma. Einnig er sagt frá merkilegum vísindauppgötvunum og hvernig þær gjörbreyta viðteknum viðhorfum.