Í þessari norsku mynd fylgjumst við með Anette í leit hennar að lækningu við ME. Hún segist hafa lagt sjálfa sig, líkama og sál og alla peningana að auki í hendurnar á hverjum þeim sem þóttist hafa svör við sjúkdómnum.
Kvikmyndagerðarmaðurinn Pal Winsent hefur gert röð heimildamynda um fólk í erfiðum aðstæðum og þykir hann gera efni þessarar myndar góð skil.