Viðtöl

Skjáhvílan fyrir Rauða borðið á Samstöðinni, mynd af Helgu brosandi er til hægri

Viðtal á Samstöðinni við Helgu Edwardsdóttur, varaformann ME félagsins

Helga Edwardsdóttir varaformaður ME félagsins segir frá þessum sjúkdómi og ráðum við honum. Samstöðin er samfélagssjónvarp og vettvangur fyrir róttæka samfélagsumræðu og raddir þeirra sem ekki fá rúm í umfjöllun meginstraumsmiðla. Þættir Samstöðvarinnar eru allt í senn fundir, sjónvarps-, útvarps- og hlaðvarpsþættir og innlegg í gagnvirka umræðu á samfélagsmiðlum.

Viðtal á Samstöðinni við Helgu Edwardsdóttur, varaformann ME félagsins Lesa meira »

Skjáhvíla Morgunvaktarinnar

Morgunvaktin – tímamót fyrir ME sjúklinga

Viðtal við formann ME félagsins, Eyrúnu Sigrúnardóttur í morgunútvarpi RÚV „Yfirþyrmandi þreyta er eitt helsta einkenni ME sjúkdómsins; það er krónískur taugasjúkdómur sem margir þjást af. Í dag verður sett á fót þekkingar og ráðgjafarmiðstöð um ME og langvarandi eftirstöðvar Covid-19, hún verður á Akureyri og mun starfa undir heitinu Akureyrarklíníkin. Eyrún Sigrúnardóttir er formaður ME félagsins á Íslandi, og hún sagði okkur frá lífinu með sjúkdómnum og baráttunni fyrir viðurkenningu.“ Hlusta á viðtalið á vef RÚV

Morgunvaktin – tímamót fyrir ME sjúklinga Lesa meira »

Skjáhvíla Síðdegisútvarpsins

Viðtal við Gunnar Svanbergsson sjúkraþjálfara í Síðdegisútvarpinu

Gunnar Svanbergsson sjúkraþjálfari glímir við langvinn einkenni Covid en Gunnar veiktist að Covid 19 um jólin 2020 og hefur nú verið greindur með ME sjúkdóminn (síþreytu). Gunnar gagnrýnir heilbrigðiskerfið að engin eftirfylgni sé með þeim sem sitja uppi með langvinnar eftirstöðvar Covid 19 sýkingar og kallar eftir því að vísinda – og heilbrigðisstarfsfólk rannsaki þetta

Viðtal við Gunnar Svanbergsson sjúkraþjálfara í Síðdegisútvarpinu Lesa meira »

„Forvitni drífur mig áfram“ – rætt við Jonas Bergquist um síþreytueinkenni

​Sænski læknirinn Jonas Bergquist segir það hafa verið einstaka reynslu að koma á gömlu heimavist Menntaskólans á Akureyri þar sem Akureyrarveikin kom upp fyrir 75 árum. Hann segir langtímaveikindi eftir COVID, sem hann er að rannsaka núna, auka samkennd með þeim sem eru með þreytuheilkenni Lesa meira á læknabladid.is

„Forvitni drífur mig áfram“ – rætt við Jonas Bergquist um síþreytueinkenni Lesa meira »

Hvað getur Akureyrarveikin kennt okkur um COVID-19

Jonas Bergquist, mikils metinn læknir og vísindamaður frá Uppsölum í Svíþjóð, hefur beint sjónum sínum að langtíma eftirköstum COVID-19 með sérstakri áherslu á hliðstæður og tengsl við Myalgic encephalomyelitis, betur þekkt sem ME-sjúkdómurinn, en hann er í stuttu máli krónískur þreytusjúkdómur sem getur valdið mikilli skerðingu á lífsgæðum. Um ræðir flókinn sjúkdóm sem á sér

Hvað getur Akureyrarveikin kennt okkur um COVID-19 Lesa meira »

Dr. Jonas Bergquist í Morgunblaðinu

Talið er að tíu prósent þeirra sem fengið hafa Covid finni fyrir langtímaeinkennum og eitt prósent upplifa langvarandi alvarleg einkenni. Jonas Bergquist, læknir í Svíþjóð hefur rannsakað ME sjúkdóminn um langt skeið og rannsakar nú langvarandi eftirköst Covid en líkindi eru á milli sjúkdómanna. Lesa viðtalið við Jonas Bergquist (pdf)

Dr. Jonas Bergquist í Morgunblaðinu Lesa meira »

Scroll to Top