Allar fréttir

3. desember er alþjóðadagur fatlaðs fólks

Fjólublár er litur alþjóðlegrar réttindabaráttu fatlaðs fólks og hefur ÖBÍ hvatt ráðuneyti og stofnanir til að varpa fjólublárri birtu út í umhverfið frá 2. desember til 5. desember 2022 og leggja þannig mikilvægri baráttu lið. Markmiðið er upplýst samfélag – ekki aðeins þessa daga heldur alla daga, samfélag þar sem fatlað fólk nýtur verðskuldaðrar virðingar […]

3. desember er alþjóðadagur fatlaðs fólks Lesa meira »

Ný fræðslumynd um ME sjúkdóminn

ME sjúkdómurinn: Örmögnun úti á jaðri er heitið á nýrri fræðslumynd ME félagsins. Nafnið vísar í að ME sjúklingar eru jaðarsettir í heilbrigðiskerfinu og í öllu þjóðfélaginu. ME er skammstöfun á heiti alvarlegs sjúkdóms sem hefur verið hálfgerð hornreka í læknisfræðinni. Miðað við tíðni sjúkdómsins í nágrannalöndunum gætu um tvö þúsund manns verið með ME

Ný fræðslumynd um ME sjúkdóminn Lesa meira »

Alþjóðlegur dagur ME veikra

Í ár leggur ME félagið áherslu á að meiri þekking er hjá vísindasamfélaginu um sjúkdómsgreiningu og meðferðir við ME sjúkdómnum, eftir að bandarískir ME læknar og vísindamenn gáfu út í ágúst 2021 – endubættar leiðbeiningar um greiningu og meðferðir á ME sjúkdómnum. Einnig gáfu bresk heilbrigðisyfirvöld út leiðbeiningar í október 2021 um greiningu og meðferðir

Alþjóðlegur dagur ME veikra Lesa meira »

Hvað getur þú sagt mér um þreytu?

Rannsókn á reynsluheimi fólks með ME/síþreytu og Langt Covid Hvernig lýsir heilaþoka sér eða örmögnun og mæði? Langveikt fólk sem lifir með ME/síþreytu og núna síðast það sem lifir með Langt-Covid verður fyrir enn annarri gerð af þreytu en heilbrigt fólk sem felst í örmögnun eftir áreynslu (post exertional malaise, PEM þreyta). Kallað er eftir

Hvað getur þú sagt mér um þreytu? Lesa meira »

Ný ME heimildamynd

Nú er unnið að heimildamynd um ME sjúkdóminn, þar sem rætt er við lækna og sjúklinga. Myndin er gerð af Epos kvikmyndagerð og er í sama stíl og aðrar heimildamyndir sem Páll Kristinn Pálsson hefur unnið fyrir sjúklingafélög eins og t.d. MS félagið, Krabbameinsfélagið, Hjartaheill og Einstök börn Myndin verður frumsýnd á RÚV í maí

Ný ME heimildamynd Lesa meira »

Skattaafsláttur v/gjafa til ME félagsins

ME félag Íslands starfar samkvæmt lögum nr. 110/2021 um félög til almannaheilla og er skráð í almannaheillaskrá 2022, því geta gjafir til félagsins á þessu ári veitt gefanda skattaafslátt. Styrktarreikningur félagsins er 133-15-1371 Kennitala: 650311-2480 “Frádráttur einstaklinga getur verið á bilinu 10 – 350 þús. kr. á almanaksári, hjóna og sambúðarfólks alls 700 þús. kr.

Skattaafsláttur v/gjafa til ME félagsins Lesa meira »

Scroll to Top