Skilmálar ME félags Íslands
1. Skilgreining
Seljandi er ME félag Íslands, kennitala: 650311-2480, ME félag Íslands er almannaheillafélag og er skráð í Fyrirtækjaskrá Íslands.
Kaupandi er sá aðili sem er skráður kaupandi á pöntun og/eða reikning.
2. Skilaréttur
Kaupandi getur skilað vöru keypt af seljanda innan 30 daga, fengið hana endurgreidda að frátöldum sendingarkostnaði. Við skil á vöru þarf hún að vera í upprunalegu ástandi og skilyrði að hún sé ónotuð.
Seljandi áskilur sér rétt til að sannreyna að varan sé í lagi, þó innan eðlilegra tímamarka. Seljandi áskilur sér rétt til þess að koma í veg fyrir alla misnotkun á 30 daga skilarétti.
3. Pöntun
Pöntun á vöru er bindandi þegar hún er skráð á netþjón eða í tölvupósti til seljanda. Seljandi er bundinn til að afgreiða pöntun kaupanda innan 30 daga.
Seljandi sendir kaupanda staðfestingu þegar vara er póstlögð, þó aðeins ef að kaupandi hefur skráð netfang sitt við kaupin.
4. Upplýsingar
Seljandi veitir upplýsingar um vöru eftir bestu vitund hverju sinni. Seljandi birtir allar upplýsingar með fyrirvara um bilanir, vírusa, prent-, birtingar- og innsláttarvillur í texta og verði.
Ennfremur áskilur seljandi sér rétt til að aflýsa í heild eða að hluta til pöntun kaupanda ef að varan er uppseld. Undir þeim kringumstæðum fær kaupandi tilkynningu ásamt upplýsingum um hvað gæti mögulega hentað í staðinn. Kaupandi fær þá möguleika á að samþykkja þá tillögu eða aflýsa pöntun í heild sinni.
5. Verð
Verðhækkanir sem verða eftir pöntun viðskiptavinar eru ekki afturkræfar. Það verð gildir sem var í gildi þegar pöntun var gerð.
Aðeins sértilfelli geta haft með sér aukakostnað eftir pöntunarstaðfestingu. Sem dæmi má nefna eru bilanir, vírusar, prent-, birtingar- og innsláttarvillur í texta og verðum.
6. Greiðsla
Hægt er að inna greiðslu af hendi með bankamillifærslu eða óska eftir því að seljandi stofni kröfu. Ef greiðsla fyrir vefpöntun berst ekki, áskilur seljandi sér rétt til að aflýsa pöntuninni.
7. Afhending og seinkun
Afhending innan 30 daga frá pöntun telst vera innan eðlilegra tímamarka. Seljandi afhendir vöru einungis innan Íslands, nema kaupandi greiði að fullu sendingargjald milli landa.
Ef afhendingu seinkar mun seljandi tilkynna það til kaupanda ásamt upplýsingum um hvenær vara verður send.
8. Yfirferð á vöru
Eftir að kaupandi hefur móttekið pöntunina þarf hann að kanna hvort eitthvað hafi skemmst í flutningi og að varan sé ógölluð.
Eðlilegur athugunartími viðskiptavinar telst vera innan 30 daga. Seljandi áskilur sér rétt til að hafna beiðni um vöruskil umfram þann tíma.
9. Réttur við galla
Ef að varan er gölluð er seljanda skylt að bjóða kaupanda nýja vöru, afslátt eða afturköllun kaupa. Það fer eftir samkomulagi hvaða leið er valin hverju sinni.
Tilkynning á galla verður að berast skriflega. Mælt er með að tilkynningin berist innan 7 daga frá því galli uppgötvast. Vegna skráningargildis er mælt með að að kaupandi sendi tölvupóst um gallann og geymi afrit. Seljandi sendir staðfestingu til baka um móttöku tölvupóstsins.
Seljandi áskilur sér rétt til að sannreyna að varan sé gölluð, þó innan eðlilegra tímamarka.
10. Persónuvernd
Farið er með allar persónuupplýsingar sem seljandi móttekur sem algjört trúnaðarmál og þær aðeins nýttar í þeim tilgangi að klára viðskiptafærslu. Sjá persónuverndarstefnu ME félags Íslands
11. Eignarréttur
Seldar vörur eru eign seljanda þar til kaupverð er að fullu greitt.
Reikningsviðskipti eða önnur lánaform afnema ekki eignarétt seljanda fyrr en full greiðsla hefur borist.
12. Úrlausn vafamála
Ávallt skal reyna að leysa öll mál á sem einfaldastan hátt. Ef það er ekki mögulegt er hægt að bera málið undir Kærunefnd þjónustu og lausafjárskaupa sem hýst er af Neytendastofu.. Sem síðasta úrræði er hægt að fara með málið fyrir dómstóla. Það skal gera í íslenskri lögsögu og í lögsagnarumdæmi seljanda.