12. maí 2025


Alþjóðadagur ME sjúkdómsins

Gleym-mér-eyjar

Gleym-mér-eyjar (Forget-ME-Nots) eru táknrænar fyrir ástvini sem fólk saknar, og því hafa þær orðið alþjóðleg einkennisblóm ME-sjúkdómsins. Þær standa fyrir hverja þá mannveru sem vinir og vandamenn sakna. Það fólk sem atvinnulifið fer á mis við, og þá sem sakna eigin sjálfs og sjálfsmyndar sem veikindin hafa svipt af sjónarsviðinu. Gleym-mér-eyjar minna okkur jafnframt á að ME-sjúkir og aðstandendur þeirra njóta alls ekki þeirrar heilbrigðisþjónustu og stuðnings sem brýn þörf er á.

Kraftmiklar táknmyndir á borð við gleym-mér-eyjar tala til okkar bæði hvað varðar staðreyndir og tilfinningar. Í heiminum má finna margar tegundir gleym-mér-eyja, sem margar hverjar þrifast í óblíðu umhverfi. Á Íslandi eru tegundinar tvær. Gleym-mér-ey sem getur þrifist í næringarsnauðri möl, og engjamunablóm sem þolir að vera kaffært í vatni alllengi. Rétt eins og við sem búum við ME, þá lifa gleym-mér-eyjar af jafnvel þegar aðstæðurnar eru ómögulegar.

Blóm Gleym-mér-ei

#MEer … herferð

ME sjúklingar og aðstandendur voru duglegir að taka þátt og senda inn myndir og eiga þeir miklar þakkir skilið.

Mynbandið hér fyrir neðan var birt í auglýsingum á samfélagsmiðlum frá 12. til 18. maí.

Ekkert um okkur án okkar.

EMEA myndbönd

Ísland er eitt af aðildarlöndum Evrópsku ME samtakanna.

Aðildadrlönd unnu saman að þessum tveimur myndböndum sem voru birt á alþjóðlegum degi ME

Viðtöl

Scroll to Top