Jafningjastuðningur

Það getur verið hjálplegt að vera í samskiptum við einhvern sem er að ganga í gegnum svipaða reynslu og þú ert að ganga í gegnum.

Til eru ýmsir hópar sem geta verið hjálplegir, sumir á vegum ME félagsins og aðrir á vegum einstaklinga eða hópa sem vilja leiða fólk saman í baráttunni.

Þegar við verðum fyrir áföllum

Jafningjastuðningur

Þegar við verðum fyrir áföllum þörfnumst við þess að fá að tjá okkur um þau. Heilsumissir er alvarlegt áfall fyrir hvern sem er og allir þarfnast samúðar og skilnings. Veikist fólk af þekktum sjúkdómum er þetta ferli nokkuð eðlilegt; veikindunum er gefið nafn og heilbrigðiskerfið bregst við.

ME sjúklingar standa frammi fyrir öðrum veruleika og eru oft mjög brotnir og sárir eftir viðskipti sín við lækna, kerfið og sína nánustu. Þegar þetta fólk hittist er ekki óalgengt að miklar maraþon-samræður fari af stað því það er svo frábært að hitta loksins einhvern sem hlustar og skilur.

Á þessari síðu höldum við utan um ýmsa hópa og upplýsingar sem geta gagnast fólki að einangrast síður og finna samfélag sem skilur og getur veitt stuðning.

Stuðningur á samfélagsmiðlum

fyrir betra samfélag

Facebook

Spjallhópur ME félags Íslands
Methylhjálparhópur ME félags Ísland
ME tips Ísland
Háþrýstiklefi, súrefnismeðferð
Aðstandendur fólks með ME / Long Covid
Virkniaðlögun: Fyrir betra líf með ME – Jafningjastuðningur
POTS Íslendingar
Ský, félag fólks með Post Covid
Reykjavíkurmaraþon – ME og Long Covid hópur
ME félag Íslands

Discord

Nordic ME Youth spjallhópur

Gagnlegar vefsíður og tól

APP

Heimsend lyf hjá Lyfju

Í Lyfju appinu getur þú verslað lyfseðilsskyld lyf og fengið þau send frítt heim í stærstu þéttbýlisstöðum landsins eða sótt í næsta apótek Lyfju þegar þér hentar. Í Lyfju appinu getur þú einnig verslað hjúkrunar- og heilsuvörur og fengið sendar heim.

APP

Krónuappið

Heimsending og hægt að samræma innkaupalisti. Velja afhendingardag og afhendingartíma. Kaupa það sama og síðast með einum smell. Girnirlegar uppskriftir og innihaldið sett í körfuna með einum smell.

Merki Landspítalans

App

Landsspítalaappið

Landspítalaappið er smáforrit í boði Landspítala. Í appinu birtast upplýsingar er varða dvöl þína á spítalanum.

APP

Einkennadagbók

Fljótleg og auðveld leið til að hafa eftirlit með einkennum fyrir öll langvarandi heilsufarsvandamál eða raskanir. Fylgstu með hvað fær einkenni til að batna eða versna til að finna út úr betri leiðum til að stjórna heilsu þinni og vellíðan.

APP

Hugleiðsla

Headspace appið hefur hundruði hugleiðslur til að velja úr. Hér lærir þú að hugleiða rétt, sofa betur, stjórna streitu, læra öndunaraðferðir til að létta hversdagskvíða, slaka á, ná ró og bæta andlega líðan.

APP

Simple hof öndunaræfingar

Viltu styrkja ónæmiskerfið?
Viltu njóta góðrar heilsu?
Viltu vera í góðu skapi?
Viltu vera full af orku?
Viltu auka sköpunargáfu þína?
Tileinkaðu þér þá Wim Hof öndun.

APP

Storytel

Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka. Mikið úrval íslenskra bóka.

App, vefur og vefvarp

Hljóðbókasafn Íslands

Hljóðbókasafn Íslands gerir efni aðgengilegt og miðlar því til fólks sem glímir við blindu, sjónskerðingu, lesblindu eða aðra prentleturshömlun.
ATH þarf vottorð frá lækni til að fá aðgang að Hljóðbókasafninu. 

Vefur

Píeta samtökin

Taka öllum með opnum örmum sem hafa samband.

Píeta samtökin reka hjálparsíma allan sólarhringinn, alla daga ársins.

Ráðgjafar veita öllum þeim sem hringja ráðgjöf, bóka í viðtal eða vísa í önnur úrræði, sé þess þörf.

Þjónusta

Frí heimsending hjá Lyfjaveri

Á vef Lyfjavers getur þú verslað lyfseðilsskyld lyf og aðrar vörur og fengið þau send frítt heim ef pantað er fyrir yfir 9.900 kr.

APP

Aðstoð við daglegt fjölskyldulíf

FamilyWall hjálpar til við að ná utan um daglegt líf fjölskyldunnar með því að deila dagskrá og athöfnum allra, fylgjast með innkaupalistum, skipuleggja kvöldmat, stjórna verkefnum sem og finna börn þegar þau eru úti.

APP

Tilfinningalosandi æfingar

SomaShare var stofnað til að styðja við heilunarferð þína með því að veita þér aðferðir sem þú getur stundað daglega til að lækna og stjórna taugakerfinu þínu.

APP

Samræmdur innkaupalisti

Gleymdu aldrei listanum þínum heima og veistu alltaf nákvæmlega réttu hlutina til að fá. Bættu mjólk við innkaupalistann og félagi þinn sér það strax – jafnvel þótt hann sé nú þegar að versla í búðinni!

APP

Minnislistar, áminningar og allskyns utanumhald

Google Keep er notað af mörgum til að halda utan um alla listana, til að punkta hjá sér og margt fleira.

APP

Daglegt orkustjórnun fyrir fólk með ME

Þetta app er hannað til að hjálpa fólki með væga til miðlungsmikla ME/CFS að stjórna daglegri orkunotkun sinni betur til að bæta lífsgæði þeirra.

Tengt efni

UngME

Tilgangur UngME er að styðja við ungt fólk með ME og aðstandendur þeirra.

Lesa meira um ME og ungt fólk

ME sögurnar okkar

Hér gefst vettvangur til að deila sögu sinni og að læra af sögum annarra.

Lesa ME sögurnar okkar

Senda inn þína ME sögu

Þú getur sent ME félagi Íslands þína sögu og bætt henni í sagnabankann okkar.

Senda inn þína ME sögu

Viðtöl, greinar og heimildarmyndir

Samansafn efnis frá ýmsum áttum þar sem fjallað er um ME sjúkdóminn.

Lesa viðtöl, greinar og heimildarmyndir

Scroll to Top