Þegar við verðum fyrir áföllum
Jafningjastuðningur
Þegar við verðum fyrir áföllum þörfnumst við þess að fá að tjá okkur um þau. Heilsumissir er alvarlegt áfall fyrir hvern sem er og allir þarfnast samúðar og skilnings. Veikist fólk af þekktum sjúkdómum er þetta ferli nokkuð eðlilegt; veikindunum er gefið nafn og heilbrigðiskerfið bregst við.
ME sjúklingar standa frammi fyrir öðrum veruleika og eru oft mjög brotnir og sárir eftir viðskipti sín við lækna, kerfið og sína nánustu. Þegar þetta fólk hittist er ekki óalgengt að miklar maraþon-samræður fari af stað því það er svo frábært að hitta loksins einhvern sem hlustar og skilur.
Á þessari síðu höldum við utan um ýmsa hópa og upplýsingar sem geta gagnast fólki að einangrast síður og finna samfélag sem skilur og getur veitt stuðning.
Stuðningur á samfélagsmiðlum
fyrir betra samfélag
Discord
Gagnlegar vefsíður og tól














