Þetta var í fyrsta sinn sem félagið fékk gestafyrirlesara sem voru sérfræðingar á sínu sviði. Þetta var líka í fyrsta sinn sem viðburði á vegum félagsins var streymt í beinni útsendingu. Kristín Sigurðardóttir læknir, Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir líffræðingur og Lilja Kjalarsdóttir lífefnafræðingur héldu erindi.
Veikindi, vegferð og vísindi
Kristín Sigurðardóttir slysa- og bráðalæknir sagði frá helstu niðurstöðum ME rannsókna. Það hefur orðið sprenging í þessum rannsóknum undanfarin ár og því er ómetanlegt að fá lækni til að færa okkur helstu fréttir.
Rakaskemmdir í húsnæði og fjölefnaóþol /byggingarefni
Sylgja Dögg Sigurðardóttir líffræðingur ræddi hvernig skaðleg efni og mygla geta haft áhrif á heilsuna. Ákveðinn hópur ME sjúklinga glímir við fjölefnaóþol og/eða mygluóþol. Sylgja er án efa einn helsti sérfræðingur landsins í þessum efnum og var ljóst að margir kunnu vel að meta þennan fróðleik og ráðleggingar.
Orkustöðvar frumanna
Dr. Lilja Kjalarsdóttir lífefnafræðingur hélt erindi um starfsemi og mikilvægi hvatbera (orkukorn fruma). Athygli margra vísindamanna sem rannsaka ME hefur einmitt beinst að hvatberum og hugsanlegri truflun á starfssemi þeirra hjá ME sjúklingum.
Jólakaffi
Að lokum var boðið upp á jólakaffi og spjall.
