
Aðalfundur ME félags Íslands 2016 verður haldinn laugardaginn 8. október næstkomandi.
Fundurinn hefst klukkan 14:00 og verður á 3. hæð á Háaleitisbraut 58-60, inngangurinn sést á myndinni.
Lagabreytingatillögur skulu hafa borist stjórn félagsins minnst 10 dögum fyrir aðalfund.
Óskað er eftir framboðum í stjórn.

Athugið að núverandi formaður þarf að hætta núna þótt tímabili hans sé ekki lokið og því þarf að kjósa nýjan formann.
Dagskrá samkvæmt lögum félagsins:
-
Kosning fundarstjóra og fundarritara
-
Skýrsla stjórnar
-
Endurskoðaðir ársreikningar félagsins lagðir fram
-
Umræður og afgreiðsla á skýrslu stjórnar og ársreikningum
-
Upphæð árgjalds ákveðin
-
Lagabreytingar
-
Kosning stjórnar samkvæmt 9. grein (ath. nýr formaður kosinn)
-
Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
-
Kosning nefnda
-
Önnur mál
Bestu kveðjur,
Stjórn ME félags Íslands.