Persónuverndarstefna
Í persónuverndarstefnu þessari er því lýst hvernig ME félag Íslands (hér eftir nefnt félag) vinnur með persónuupplýsingar. Öll vinnsla félagsins á persónuupplýsingum fer fram á grundvelli laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga („persónuverndarlög“).
Með persónuupplýsingum er átt við allar upplýsingar sem hægt er að rekja til tiltekins einstaklings. Hér má nefna upplýsingar á borð við nafn, kennitölu, heimilisfang, símanúmer, netfang, netauðkenni, samskipti, og fleira.
Með vinnslu á persónuupplýsingum er átt við aðgerð eða röð aðgerða þar sem unnið er með persónuupplýsingar. Sem dæmi um vinnslu á persónuupplýsingum má nefna söfnun þeirra, skráningu, varðveislu, breytingu, miðlun, notkun, skoðun og fleira. Í 4. tl. 1. mgr. 3. gr. persónuverndarlaga er nánar tilgreint hvað fellur undir hugtakið „vinnsla“.
Ábyrgðaraðili
Ábyrgðaraðili við vinnslu persónuupplýsinga er sá aðili sem ákveður tilgang og aðferðir við vinnsluna. Stjórn félagsins er ábyrgðaraðili á vinnslu persónuupplýsinga hjá fyrirtækinu.
Samskiptaupplýsingar: mefelag@gmail.com
Frá hverjum safnar félagið persónuupplýsingum?
Félagið safnar upplýsingum frá flestöllum sem hafa samband við félagið hvort sem er í gegnum vefsíðu eða í tölvupósti.
Hvaða upplýsingar vinnur félagið með og hvers vegna?
Tengiliðaupplýsingar fyrir skráningu í félagið, svo sem nafn, kennitala og netfang.
Tengiliðaupplýsingar vegna sölu á vöru, svo sem nafn, kennitala, netfang, heimilisfang, símanúmer, greiðslumáti, afhendingarmáti og upplýsingar um vörukaup.
Tengiliðaupplýsingar fyrir póstlista, svo sem nafn og netfang.
Upplýsingar um samskipti.
Hvaða tæknilegu upplýsingum safnar félagið?
IP tölum.
Vafrakökur til að tryggja sem besta upplifun af síðunni fyrir notendur.
Vinnsluaðilar sem vefsíðan notar og eru nauðsynlegir fyrir eðlilega virkni, tölfræðilegar upplýsingar og deilingu á samfélagsmiðlum:
Persónuverndarstefna WordPress
Persónuverndarstefna Automattic
Miðlun upplýsinga til þriðja aðila
Félagið notast við rafrænar lausnir frá þriðja aðila sem auðvelda fyrirtækinu að halda utan um og miðla upplýsingum. Eigendur lausnanna kunna að hafa aðgang að persónuupplýsingum t.d. viðskiptabanki, dreifingaraðili söluvarnings og þess háttar.
Öllum aðilum er ávallt skylt að haga meðferð persónuupplýsinga í samræmi við persónuverndarlög.
Varðveislutími persónuupplýsinga
Félagið geymir persónuupplýsingar aðeins í þann tíma sem nauðsynlegt er fyrir félagið að hafa þær undir höndum. Þegar ekki er þörf fyrir félagið að hafa persónuupplýsingar lengur undir höndum eyðir fyrirtækið þeim með öruggum hætti.
Réttindi þín
Þú nýtur ákveðinna réttinda samkvæmt persónuverndarlögum. Ef þú vilt neyta þessara réttinda þinna máttu hafa samband við okkur í gegnum netfangið mefelag@gmail.com.
Félagið hefur einn mánuð til að svara erindi þínu en getur framlengt frestinn um tvo mánuði ef beiðnin er sérstaklega umfangsmikil. Rétt er að taka fram að réttindi þín eru ekki fortakslaus og kunna að vera háð ákveðnum skilyrðum. Hér er að finna yfirlit yfir helstu réttindi þín:
Réttur til aðgangs. Þú átt rétt á að óska eftir aðgangi að þínum gögnum og fá afrit af þínum persónuupplýsingum.
Réttur til leiðréttingar. Þú átt rétt á að fá upplýsingar um þig sem eru rangar og ónákvæmar leiðréttar.
Réttur til eyðingar. Í ákveðnum tilfellum getur þú átt rétt á að þínum persónuupplýsingum sé eytt. Þetta á einkum við í þeim tilfellum þar sem upplýsingar eru ekki lengur nauðsynlegar, þú hefur andmælt vinnslunni, vinnslan reynist ólögmæt, eða ef vinnslan byggir á samþykki sem þú hefur afturkallað.
Réttur til að andmæla vinnslu. Byggi vinnsla á persónuupplýsingum á lögmætum hagsmunum, og þú telur að hún brjóti gegn grundvallarréttindum þínum, þá getur þú andmælt vinnslunni. Við hættum þá vinnslunni nema við sýnum fram á ríkari hagsmuni af því að halda henni áfram.
Réttur til að afturkalla samþykki. Í þeim tilfellum þar sem við byggjum vinnslu á samþykki þínu er þér ávallt heimilt að afturkalla slíkt samþykki. Afturköllun á samþykki þýðir þó ekki að vinnslan sem fór fram áður en samþykki var afturkallað sé ólögmæt.
Réttur til að leggja fram kvörtun hjá Persónuvernd. Teljir þú að ekki sé farið með persónuupplýsingar þínar í samræmi við persónuverndarlög átt þú ávallt rétt á að leggja fram kvörtun hjá Persónuvernd (www.personuvernd.is).
Öryggi persónuupplýsinga
Félagið nýtir sér tæknilegra og skipulagslegra öryggisráðstafana í því skyni að tryggja viðunandi öryggi persónuupplýsinga. Aðgangsstýringar eru að kerfum og húsnæði félagsins. Öryggisráðstöfunum þessum er ætlað að vernda persónuupplýsingar gegn því að þær glatist, breytist, verði birtar eða aðgangur verði veittur að þeim í leyfisleysi.
Persónuupplýsingar sem þú deilir með okkur á samfélagsmiðlum, t.d. Facebook síðu félagsins teljast opinberar upplýsingar og ekki á forræði félagsins þar sem félagið hefur enga stjórn á slíkum upplýsingum né ber ábyrgð á notkun eða birtingu þeirra.
Endurskoðun persónuverndarstefnu
Persónuverndarstefna þessi getur tekið breytingum í samræmi við breytingar sem verða á viðeigandi lögum og reglugerðum eða ef breytingar verða á því hvernig félagið vinnur með persónuupplýsingar. Á heimasíðu félagsins er ávallt að finna nýjustu útgáfu hverju sinni.
Síðast uppfært: 2. desember 2024