
Ný heimildarmynd og aukin þekking með nýjum greiningarviðmiðum.
Í ár leggur ME félagið áherslu á að meiri þekking er hjá vísindasamfélaginu um sjúkdómsgreiningu og meðferðir við ME sjúkdómnum, eftir að bandarískir ME læknar og vísindamenn gáfu út leiðbeiningar um greiningu og meðferðir á sjúkdómnum í ágúst 2021.
Einnig gáfu bresk heilbrigðisyfirvöld út leiðbeiningar í október 2021 um greiningu og meðferðir á sjúkdómnum (NICE leiðbeiningar) Báðar leiðbeiningarnar eru aðgengilegar hér á heimasíðunni okkar.
Við hvetjum þá heilbrigðisstarfsmenn sem sinna fólki sem mögulega gæti verið með ME til að kynna sér vel nýju leiðbeiningarnar, jafnframt hvetjum við ME veika til að sýna sínum læknum og ummönnunaraðilum þessar nýju leiðbeiningar.
Örmögnun úti á jaðri
Frumsýnd á RÚV 17. maí 2022
Nafnið vísar í að ME sjúklingar eru jaðarsettir í heilbrigðiskerfinu og í öllu þjóðfélaginu.