
Bréf til fjölmiðla og útvarpsviðtal
Þar sem samkomubann hefur ríkt vegna Covid-19 var ákveðið að boða ekki til sérstaks viðburðar í tilefni dagsins heldur senda bréf til fjölmiðla þar sem vakin er athygli á því að ME tilfellum fjölgar gjarnan í kjölfar faraldra eins og nú gengur yfir heiminn.
Af því tilefni þótti stjórn félagsins ástæða til að minna á að réttindi ME sjúklinga samkæmt Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hafa ekki verið tryggð.
Mannlegi þátturinn á Rás 2 bauð Guðrúnu Sæmundsdóttur að mæta í viðtal í tilefni dagsins og ræða efni bréfsins sem sjá má hér að neðan.
Bréf til fjölmiðla


