Rannsóknir á ME

Mikilvægur þáttur í starfsemi ME félags Íslands felst í að fylgjast með nýjungum í rannsóknum og meðferðum á sjúkdómnum og koma þeim fróðleik áfram til félagsmanna sinna, heilbrigðisstarfsfólks og ýmissa, viðeigandi stofnanna.

Endum ME/CFS

Open Medical Foundation stendur fyrir stærstu rannsóknarverkefni til þessa um ME. Markmið þess er að enda ME.

Ron Davis PhD,  stýrir verkefninu en hann á son sem er með sjúkdóminn á mjög alvarlegu stigi. 

Ron hefur verið í forsvari fyrir Erfðarannsóknarstöð Stanford háskóla í tuttugu ár. Hann er meðal annars þekktur fyrir að hafa uppgötvað aðferð til að kortleggja genamengi sem leiddi til þess að Human Genome Project varð að veruleika (stærsta, alþjóðlega samvinnuverkefni læknisfræðinar sem snerist um að kortleggja allt genamengi mannsins). 

Merki OMF
Frumuboðar

Cytokines – samskipti fruma

Vísindafólk við Columbia háskólann í Bandaríkjunum finna vísbendingar um ME í frumuboðum (Cytokines) sem er samheiti yfir hormón sem ákveðnar frumur ónæmiskerfis og taugakerfis gefa frá sér.

Örverur í meltingarvegi

Dr. Ian Lipkin hóf þessa rannsókn sem kallaðist upphaflega The Microbe Discovery Project. Hann, ásamt Dr. Mady Hornig, fer enn fyrir rannsókninni sem nú kallast The Microbial Discovery and Immunity in ME/CFS en er stundum kölluð The ME/CFS Monster Study. Nú er hún hluti af stærra verkefni sem ME/CFS rannsóknasetur Columbia háskóla í USA vinnur að.
Hér er stuttlega sagt frá
 þessu stóra verkefni á síðu háskólans.

Rituximab lyfjarannsókn

Hér er að finna allt um norsku Rituximab rannsóknina, bæði frá rannsóknartímabilinu og eftir að niðurstöður voru birtar. Við leyfum öllu efninu að standa eins og það birtist þótt niðurstöðurnar séu komnar. Þessari sögu er ekki lokið og það er áhugavert að hafa hana hér.

Dr. Olav Mella og Dr. Öystein Fluge sem stýrðu norsku rannsókninni

Samtök sem stunda ME rannsóknir

Merki Invest in ME Research samtakanna

Invest in ME Research (IiME)

Bresku IiME samtökin standa árlega fyrir ráðstefnu í London þangað sem læknar, vísindafólk, sjúklingar, aðstandendur og fulltrúar ME samtaka hittast og bera saman bækur sínar og læra um flest af því sem er að gerast í heimi ME rannsókna.

Hægt er að horfa á liðna fyrirlestra á vef samtakanna og mikið af fróðlegum myndböndum á Youtube síðu samtakanna. Einnig er hægt að sjá dagskrá og upptökur frá ráðstefnunni árið 2019.

Merki Open Medicine Foundation

Open Medicine Foundation (OMF)

OMF eru öflug bandarísk samtök um ME sjúkdóminn sem stendur fyrir stærstu rannsóknarverkefni til þessa um ME. Markmið þess er að enda ME.

Youtube rás OMF

Scroll to Top