Greining og meðferð

Tekið er mið af einkennum fólks til að greina ME. Læknar styðjast við greiningarviðmið, sem hægt er að lesa um hér að neðan.
 
​Ýmislegt er hægt að gera til að bæta heilsu, virkni og lífsgæði fólks með ME. Bókin Virkniaðlögun – betra líf með ME, getur gagnast öllum þeim sem kljást við veikindi sem valda miklu orkuleysi og þreytu.

Lífmerki

Enn er leitað að svokölluðum lífmerkjum eða “biomarkers” fyrir ME.

„Lífmerki er mælanlegt einkenni sem hægt er að nota sem mælikvarða yfir lífrænt ástand eða stöðu. Gögn um tilvist ákveðinna lífmerkja eru notuð í læknisfræði til að greina og spá fyrir um sjúkdóma.“

Margar þeirra ME rannsókna sem gerðar eru snúa að því að finna lífmerki fyrir sjúkdóminn. Það skiptir mjög miklu máli að þau finnist svo hægt sé að greina ME með mælanlegum hætti t.d. með blóðprufu eða einhverju öðru áþreifanlegu.

Auk þess að breyta miklu fyrir sjúklingana sjálfa sem vantar greiningu, hefur það líka þýðingu fyrir stöðu sjúkdómsins sjálfs í lækna- og vísindasamfélaginu.

Greiningarviðmið

Á meðan beðið er eftir lífmerki, er notast við neðangreind greiningarviðmið.

Fréttir af meðferðum

Annarslagið finnast lyf sem gefa góða raun við ME og höldum við upplýsingum um þau til haga hér.

Greining og meðferð - Frumur

LDN

Low Dose Naltrexsone (LDN) meðhöndlun við M.E. LDN er skammstöfun fyrir Low Dose Naltrexone eða lág-skammta-Naltrexone. Nafnið dregur lyfið af því að litlir skammtar af…

Lesa meira
Greining og meðferð: DNA strandur

Methylhjálp

Methylhjálp (Methylation Protocol) sem meðhöndlun við M.E. Undanfarin ár hafa borist fréttir erlendis frá af M.E. sjúklingum og sjúklingum með aðra tauga- og ónæmiskerfissjúkdóma sem…

Lesa meira
Greining og meðferð: Ungur maður með svart liðað hár og grágræn augu og freknur horfir beint í myndavélina

Greining og meðferð

Börn og ungmenni

ME getur haft veruleg áhrif á líf barna og unglinga. Þó að sjúkdómurinn sé algengari hjá fullorðnum greinist hann einnig hjá ungmennum og veldur þeim sérstökum áskorunum varðandi heilsu, nám og félagslega þróun.

Tengt efni

Virkniaðlögun, bók um betra líf með ME

Bókin er gagnleg öllum þeim sem kljást við veikindi sem valda miklu orkuleysi og þreytu, en er skrifuð sérstaklega með ME sjúklinga í huga.

Síða bókarinnar

Greiningarviðmið Mayo Clinic

Bandaríska stofnunin MAYO Clinic hefur gefið út greiningar og ráðleggingar fyrir klínískar starfsvenjur þegar kemur að greiningu og meðhöndlun á ME sjúkdómnum.

Mayo viðmið

Börn og ungmenni

ME getur haft veruleg áhrif á líf barna og unglinga og veldur þeim sérstökum áskorunum varðandi heilsu, nám og félagslega þróun.


Síða UngME

Akureyrarklíníkin

Þjónustumiðstöð fyrir greiningu og meðferð einstaklinga með ME-sjúkdóminn sem var sett á laggirnar í ágúst 2024.

Lesa um Akureyrarklíníkina

Scroll to Top