Lífmerki
Enn er leitað að svokölluðum lífmerkjum eða “biomarkers” fyrir ME.
„Lífmerki er mælanlegt einkenni sem hægt er að nota sem mælikvarða yfir lífrænt ástand eða stöðu. Gögn um tilvist ákveðinna lífmerkja eru notuð í læknisfræði til að greina og spá fyrir um sjúkdóma.“
Margar þeirra ME rannsókna sem gerðar eru snúa að því að finna lífmerki fyrir sjúkdóminn. Það skiptir mjög miklu máli að þau finnist svo hægt sé að greina ME með mælanlegum hætti t.d. með blóðprufu eða einhverju öðru áþreifanlegu.
Auk þess að breyta miklu fyrir sjúklingana sjálfa sem vantar greiningu, hefur það líka þýðingu fyrir stöðu sjúkdómsins sjálfs í lækna- og vísindasamfélaginu.
Greiningarviðmið
Á meðan beðið er eftir lífmerki, er notast við neðangreind greiningarviðmið.
Fréttir af meðferðum
Annarslagið finnast lyf sem gefa góða raun við ME og höldum við upplýsingum um þau til haga hér.
LDN
Low Dose Naltrexsone (LDN) meðhöndlun við M.E. LDN er skammstöfun fyrir Low Dose Naltrexone eða lág-skammta-Naltrexone. Nafnið dregur lyfið af því að litlir skammtar af…
Methylhjálp
Methylhjálp (Methylation Protocol) sem meðhöndlun við M.E. Undanfarin ár hafa borist fréttir erlendis frá af M.E. sjúklingum og sjúklingum með aðra tauga- og ónæmiskerfissjúkdóma sem…

Greining og meðferð
Börn og ungmenni
ME getur haft veruleg áhrif á líf barna og unglinga. Þó að sjúkdómurinn sé algengari hjá fullorðnum greinist hann einnig hjá ungmennum og veldur þeim sérstökum áskorunum varðandi heilsu, nám og félagslega þróun.