
Gunnhildur Ólafsdóttir sálfræðingur og fagstjóri hjá Pieta samtökum mætti til okkar í Sigtún og hélt fyrirlestur um starfsemi Pieta. Pieta samtökin eru forvarnarsamtök gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og er þjónusta þeirra gjaldfrjáls.
Einkunnarorð Pieta er „Það er alltaf von“ sem segir svo margt.
Fyrirlestrinum var streymt og var upptökunni deilt til félagsmanna. Við þökkum Pieta samtökum kærlega fyrir komuna.
Píeta samtökin reka hjálparsíma allan sólarhringinn, alla daga ársins. Símanúmerið er 552-2218. Ráðgjafar veita öllum þeim sem hringja ráðgjöf, bóka í viðtal til fagaðila eða vísa í önnur úrræði, sé þess þörf.
Meðferðaraðilar Píeta eru allir með viðurkennt starfsleyfi landlæknis á sviði geðheilbrigðis; sálfræðingar, félagsráðgjafar, iðjuþjálfar og læknir.



