Íslensk þáttaröð í átta hlutum með einlægum og opinskáum frásögnum fólks sem lifir við aðstæður sem eru ólíkar því sem flestir eiga að venjast.

Björn Elí Jörgensen Víðisson hefur glímt við ýmsar áskoranir í lífinu en fer sínar eigin leiðir þrátt fyrir það. Hann fékk fyrstu greiningu sína tæplega ársgamall og hafa greiningunum fylgt ýmsar áskoranir í gegnum árin. Þrátt fyrir það heldur Björn Elí áfram að feta sína eigin leið.



