Friðbjörn tók þátt í pallborði á heilbrigðisþinginu 20. nóvember síðastliðinn, þar sem umræðuefnið var endurhæfing.

Friðbjörn tók þátt í pallborði á heilbrigðisþinginu 20. nóvember síðastliðinn, þar sem umræðuefnið var endurhæfing. Á þinginu var bent á að fólk með ME og langvinnt Covid fái ekki alltaf endurhæfingu við hæfi. Klippan endar á orðum Ölmu Möller, heilbrigðisráðherra.

„Langflestir sem ég hef talað við með annaðhvort ME eða langvarandi Covid segja að þeir hafi orðið verri við hefðbundna endurhæfingu.“

Um sérstöðu ME og langvinns Covid

Í viðtalinu ræðir Friðbjörn sérstöðu ME og langvinns Covid og útskýrir hvernig sjúkdómarnir geta birtast með yfirþyrmandi þreytu, skertri starfgetu og örmögnun eftir áreynslu sem er gjörólík venjulegri þreytu. Hann fjallar einnig um heilaþoku og fjölbreytt einkenni frá ósjálfráða taugakerfinu.

Friðbjörn bendir á að allt að 1% þeirra sem smitast af Covid þrói með sér langvinn veikindi og að samfélagslegur kostnaður sé umtalsverður, sérstaklega þar sem margir eru ungt fólk sem missir starfsgetu. Því sé mikilvægt að þróa markviss endurhæfingarúrræði sem nýtast þessum hópi betur.

Umræðan undirstrikar mikilvægi þess að halda áfram að byggja upp þjónustu og rannsóknir fyrir fólk með ME og langvarandi Covid.

Scroll to Top