Flotmeðferð 28. október – djúpslakandi meðferð fyrir fólk með ME eða langvarandi einkenni Covid

ME félag Íslands býður félagsmönnum upp á prufutíma í flotmeðferð í samstarfi við Flothettu. Meðferðin fer fram í Mörkinni, Suðurlandsbraut 64, þann 28. október kl. 20:00 (húsið opnar kl. 19:45).

Viðburðurinn er eingöngu fyrir félagsmenn sem hafa greinst með ME eða langvarandi einkenni Covid, eða telja sig vera með ME/LC. Áreiti verður lágmarkað eins mikið og hægt er og verður t.a.m. lægri hiti á vatni en vant er og engin tónlist.

Takmarkað pláss, hámark 7 þátttakendur – tryggðu þér sæti!

Flotmeðferðin byggir á djúpri slökun í þyngdarleysi vatnsins þar sem líkaminn hvílir í kyrrð og hlýju. Með góðum flotstuðningi og mjúkri snertingu losnar líkaminn undan álagi og fer inn í ástand sem stuðlar að endurheimt og viðgerð.

Í flotmeðferð er boðið upp á meðhöndlun og nudd á meðan flotið er. Allt miðast þetta að því að næra og örva heilbrigt orkuflæði líkamans og losa út neikvæð áhrif streitu.

Meðferðin getur:

  • Minnkað streitu og kvíða
  • Aukið blóðflæði og slökun í vöðvum og liðum
  • Virkjað vellíðunarhormón og dregið úr verkjum
  • Hjálpað fólki að komast í hugleiðsluástand, óháð fyrri reynslu

Verð:

  • Sérkjör fyrir félagsmenn ME félags Íslands: 8.500 kr. (almennt verð 11.500 kr.)

Nánari upplýsingar um flotmeðferðir:
👉 flothetta.is

Staðsetning á mynd og korti:

Scroll to Top