Fullt var út úr dyrum í sal Læknafélags Íslands í gær 5. september þegar ný bók Óskars Þórs Halldórssonar, Akureyrarveikin, var kynnt.


Erindi fluttu auk höfundar, læknarnir Friðbjörn Sigurðsson og Kristín Sigurðardóttir, Ásta Þórunn Jóhannesdóttir, varaformaður ME félags Íslands og Sigurður Guðmundsson fyrrverandi landlæknir. Er óhætt að segja að margt sem kom þar fram gefi tilefni til bjartsýni í málefnum fólks með ME og Long Covid.

Ásta Þórunn varaformaður ávarpaði gesti fyrir hönd félagsinsog þakkaði Óskari fyrir ómetanlegt framlag til varðveislu sögunnar og aukinnar vitundar um ME sjúkdóminn. Hún undirstrikaði að saga Akureyrarveikinnar væri ekki aðeins saga fortíðar heldur hefði hún bein tengsl við skilning okkar á langvinnum veikindum í dag, svo sem ME og langtíma Covid.
Erindin voru öll afar áhrifarík og minntu okkur á mikilvægi þess að varðveita sögu og reynslu þeirra sem urðu fyrir áhrifum faraldursins 1948-49.






Bókin er til sölu hjá Svarfdælasýsl forlag sf., í bókaverslun Forlagsins að Fiskislóð 39 og hægt er að hafa beint samband við höfund.
Við óskum Óskari Þór innilega til hamingju með þökkum fyrir að færa okkur þessa mikilvægu bók.
Myndband af viðburðinum er í vinnslu og við vonumst til að geta birt það á næstu dögum.